Frábærir vinnustaðir fyrir vellíðan starfsfólks  2025™

Great Place To Work® er alþjóðleg stofnun um vinnustaðamenningu, sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að búa til einstaka, afkastamikla vinnustaði þar sem starfsfólki finnst því vera treyst og metið að verðleikum.


Listinn yfir Frábæra vinnustaði fyrir vellíðan starfsólks™ á Íslandi, inniheldur fyrirtæki sem hafa náð árangri í að láta starfsfólk sitt upplifa mikla vellíðan á sínum vinnustað.


Til að setja saman hinn virta lista greindu menningarsérfræðingar Great Place To Work þúsundir starfsmannakannana og mátu heildræna upplifun þeirra af vellíðan í starfi út frá grundvallarþáttum í vellíðan starfsfólks, þar á meðal: jafnvægi milli vinnu og einkalífs, lífsfyllingartilfinningu, starfsánægju og fjárhagslegu öryggi. Matið fól einnig í sér mat á því hversu vel stofnuninni tókst að skila samræmi í starfsreynslu sinni á öllum deildum og starfsaldursstigum.

100 starfsmenn eða fleiri

Frábærir vinnustaðir fyrir vellíðan fyrir starfsfólks™

Frásagnir fyrirtækja

Hafa samband

"Hjá okkur í AÞ-Þrif byggjum við starfsemina á gildunum Heiðarleika, Þjónustulund og Fagmennsku, sem er rótin í velgengni okkar . Við leggjum okkur fram við að skapa vinnustað þar sem fólki líður vel, hlakkar til að mæta og finnst starf sitt skipta máli. Með sanngirni, jafnvægi og vellíðan í forgangi tekst okkur að skila viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu og gæðum“

Dagbjört Una Helgadóttir

Sviðsstjóri Mannauðs

"Á þjónustu- og nýsköpunarsviði starfar einstaklega samhentur og hæfileikaríkur hópur fólks sem býr yfir verðmætri þekkingu og ástríðu til að láta gott af sér leiða. Meginmarkmið mannauðsteymisins er að hlúa að starfsfólki með því að fjárfesta í heilsu og vellíðan með fræðslu, hvatningu og stuðningi. Því er það okkur sönn ánægja að hljóta viðurkenningu sem vinnustaður sem setur vellíðan starfsfólks í fyrsta sæti."

Bryndís Kristjánsdóttir

Mannauðsstjóri

100 starfsmenn eða færri

Frábærir vinnustaðir fyrir vellíðan fyrir starfsfólks™

Frásagnir fyrirtækja

Hafa samband

"Við erum ákaflega stolt af því að fá þessa viðurkenningu. Við trúum því að vellíðan okkar starfsmanna sé forsenda þess að hægt sé að skapa, hanna og þróa framúrskarandi vörur og veita góða þjónustu með því að viðhalda góðri vinnumenningu og stefnu innan fyrirtækisins með traust, virðingu og sveigjanleika að leiðarljósi."

Helga Lóa Kristjánsdóttir

Framkvæmdastjóri

“Við vitum að kvíði og vanlíðan drepur sköpunarkraft og ástríðu fólks. Vellíðan starfsfólks er ekki bara strategísk ákvörðun, heldur lykilforsenda þess að fyrirtækið nái ævintýralegum markmiðum sínum að verða stærsta og skemmtilegasta stefnumóta-app í heimi”

David Simonarso

Framkvæmdastjóri og meðstofnandi

Fáðu viðurkenningu fyrir

frábæran vinnustað

Komdu einstakri vinnustaðamenningu þinni á framfæri við heiminn

Nánar

Hvernig getum við aðstoðað?

Láttu okkur vita hvernig við getum aðstoðað og við höfum samband um hæl.

Ingibjörg Ýr Kalatschan

Viðskiptastjóri | Iceland
ingibjorg.kalatschan@greatplacetowork.com

Hafðu Samband

Einfaldlega fylltu inn eftirfarandi upplýsingar og við munum hafa samband til að svara spurningum þínum

Share by: