Great Place To Work á Íslandi hefur unnið með frábærum fyrirtæjum á síðustu árum sem hafa lagt áherslu á starfsmannagreiningar sem veita þeim innsýn inn í lykilmækikvarða þegar kemur að ánægju starfsmanna.
Hér fyrir neðan má sjá viðtöl við nokkra af þeim vinnustöðum sem hafa fengið vottun frá Great Place To Work fyrir að vera frábærir vinnustaðir.
Great Place To Work á Íslandi hefur unnið með frábærum fyrirtæjum á síðustu árum sem hafa lagt áherslu á starfsmannagreiningar sem veita þeim innsýn inn í lykilmækikvarða þegar kemur að ánægju starfsmanna.
Hér fyrir neðan má sjá viðtöl við nokkra af þeim vinnustöðum sem hafa fengið vottun frá Great Place To Work fyrir að vera frábærir vinnustaðir.
DHL Express hefur tekið þátt í Great Place To Work á heimsvísu undanfarin ár með frábærum árangri og er þetta þriðja árið sem við tökum þátt hér á landi.
Það er mikilvægt fyrir okkur sem fyrirtæki að fá óháð rannsóknar- og ráðgjafafyrirtæki til að gera úttekt á ferlum og vinnustaðamenningunni hjá okkur og hversu vel okkur hefur tekist til við að skapa og viðhalda jákvæðu vinnuumhverfi sem laðar að hæfasta starfsfólkið.
Við erum stolt að hafa hlotið viðurkenninguna Great Place to Work og ekki síður ánægð á vera á kvennalistunum Great Place to Work for
Women.
Okkar markmið er að Orkan sé eftirsóknarverður vinnustaður en það hefur margoft verið sýnt fram á að fyrirtæki með jafnt kynjahlutfall skilar betri fjárhagslegri afkomu og því er þessi viðurkenning okkur mjög dýrmæt og hvatning til áframhaldandi góðra verka.
AÞ-Þrif er með starfsfólk frá meira en 30 þjóðernum og hér eru 65% konur. Konur eru í meirihluta ef litið er á stjórnendur sem eru með mannaforráð og er auðvelt að segja að hér starfa margar hörkuduglegar konur.
Við reynum alltaf að hvetja til innanhúsráðninga í stjórnendastöður en eins erum við virk í vinnustaðagreiningum til þess að passa að við séum að tryggja jafnrétti á öllum sviðum og vera stöðugt vakandi fyrir því hvernig við getum gert enn betur
Við erum stolt að hljóta viðurkenninguna Frábær vinnustaður árið 2024 frá Great Place To Work. Viðurkenningin gefur okkur staðfestingu á þeirri góðu vinnu sem hefur átt sér stað hjá Sahara og hvetur okkur til að halda áfram á þessari vegferð.
Við trúum því heilshugar og þekkjum af eigin reynslu að með því að nálgast verkefnin með þessari skýru stefnu og hugarfari að við eigum eftir að ná betri árangri fyrir viðskiptavini okkar og fyrirtækið í heild sinni.
Við hjá BYKO trúum við því að starfsfólkið okkar sé okkar mikilvægasta auðlind til að ná árangri. Því hefur félagið sett sér þá framtíðarsýn að skapa bestu heildarupplifun starfsfólks af BYKO sem vinnustað.
Lykillinn að því að fá gott starfsfólk til starfa er að hafa gott orðsport, sterka ímynd og vinnustað sem starfsfólk mælir með. Framtíðarsýn okkar vinnur að því markmiði.
Láttu okkur vita hvernig við getum aðstoðað og við höfum samband um hæl.
Einfaldlega fylltu inn eftirfarandi upplýsingar og við munum hafa samband til að svara spurningum þínum
Takk fyrir að hafa samband
Eitthvað fór úrskeiðis. Prófaðu endilega aftur