Fáðu viðurkenningu fyrir frábæran vinnustað
Komdu einstakri vinnustaðamenningu þinni á framfæri við heiminn

Virtasta viðurkenninga-kerfið
Frá 1998 höfum við verið gagnasérfræðingarnir að baki listanum yfir Fortune 100 bestu fyrirtækin að vinna fyrir®. Með hárnákvæmri aðferðafræði okkar söfnum við og leggjum mat á endurgjöf starfsfólks og veitum fyrirtækjum sem hafa byggt upp traust og mikil afköst viðurkenningu.
Rannsóknir okkar byggja á gögnum sem safnað er úr meira en 100 milljónum starfsmannakannana víðsvegar um heim. Á hverju ári gerum við heimsins stærstu rannsókn á frammistöðu vinnustaða og höfum viðmið frá fyrsta flokks fyrirtækjum í þínu landi, þínum geira, svæði og fleira.
Svona virkar þetta
Fyrirtæki sem vilja komast á listann yfir Bestu vinnustaðina byrja á því að fá vottun Great Place to Work™. Í vottunarferlinu söfnum við endurgjöf starfsfólks og upplýsingum um aðferðir og stefnu sem aðgreina þinn vinnustað frá öðrum.
Það borgar sig að vera meðal
bestu vinnustaða
Fyrsta flokks starfskraftar
Laðaðu að og haltu bestu starfsmönnunum.

Samkeppnisforskot
Viðskiptavinir kjósa viðurkennd fyrirtæki.
Þrefaldur markaðsárangur
Vottuð fyrirtæki skjóta markaðnum í heild ref fyrir rass.
Alþjóðleg viðurkenning
Great Place to Work býður upp á eina kerfið sem getur viðurkennt vinnustaðinn þinn í meira en 60 löndum. Taktu eina könnun og fáðu viðurkenningu út um allt. Við störfum með leiðandi fjölmiðlum um víða veröld til þess að hjálpa þínu vörumerki að fá besta sýnileika alþjóðlega sem völ er á.
Fjöldi mögulegra viðurkenninga með einni umsókn
Allt frá sprotafyrirtækjum til heimsins stærstu fyrirtækja, við viðurkennum þau bestu í vinnustaðamenningu. Við viðurkennum fyrirtæki af öllum stærðum í öllum geirum og hvar sem er í heiminum.
Hvernig getum
við aðstoðað?
Láttu okkur vita hvernig við getum aðstoðað og við höfum samband um hæl. Eða hringdu í okkur í +44 (0)203 883 1240.
Við svörum frá skrifstofu okkar í Bretlandi á meðan við söfnum liði á Íslandi.
Hafðu Samband
Einfaldlega fylltu inn eftirfarandi upplýsingar og við munum hafa samband til að svara spurningum þínum