Staðsetning | Reykjavik |
Stofnað | 2007 |
Starfsmenn | 28 |
Heimasíða | https://www.kolibri.is/ |
Þróum það besta í fólki og fyrirtækjum.
Einfaldar og stílhreinar stafrænar lausnir sem leysa úr raunverulegum áskorunum fólks. Við hjálpum fyrirtækjum og stofnunum að gera hugmyndir að veruleika - með sköpunargleði, frumkvæði og framsæknum vinnuaðferðum sem smita út frá sér.
Kolibri býður upp á fulla þjónustu þegar kemur að stafrænum verkefnum. Hvort sem þig vantar aukinn slagkraft, fólk í tímabundið átaksverkefni eða stefnumótandi samstarf við skapandi og drífandi reynslubolta, getur okkar fólk skipt sköpum í þinni vegferð.
Hvort sem við erum að markvisst að ráða eða ekki þá viljum við alltaf heyra í og hitta fólk sem finnst það eiga stað í Kolibri, hvort sem það er til að þroskast faglega eða til að hjálpa okkur að gera hlutina betur. Ef þú hefur áhuga á að vinna með okkur vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á hiring@kolibri.is og við höfum samband eins og fljótt og við getum.