Staðsetning | Reykjavik |
Stofnað | 1982 |
Starfsmenn | 23 |
Heimasíða | https://www.kvennaathvarf.is/ |
Samtök um Kvennaathvarf eru frjáls félagasamtök sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Tilgangur samtakanna er að aðstoða konur og börn þeirra sem búa við ofbeldi.
Markmið samtakanna eru:
1. Að reka athvarf fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis.
2. Að veita ráðgjöf og upplýsingar, efla fræðslu og umræðu um kynbundið ofbeldi meðal annars til að auka skilning í þjóðfélaginu á eðli ofbeldis og afleiðingum þess og stuðla að því að þjóðfélagið, lög þess og stofnanir verndi og aðstoði þau er slíku ofbeldi eru beitt.
3. gr. Í Kvennaathvarfinu skal vera gistiaðstaða, símaþjónusta og starfsfólk sem veitt getur þeim sem þangað leita umönnun, upplýsingar og stuðning.
Að vinna hjá Samtökum um Kvennaathvarf býður upp á tækifæri að styðja við konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi og börn þeirra. Sem starfskonu hjá samtökunum verðurðu aðili að úrræði sem veitir athvarf, ráðgjöf og stuðningstjónustu þeim sem þurfa hjálp, en einnig eflir vitund og skilning í samfélaginu varðandi kynbundið ofbeldi.
Sendur póstur á framkvæmdastýru. linda@kvennaathvarf.is