Frábærir vinnustaðir 2024
21. apríl 2024

Great Place To Work hefur gefið út nýjan topplista yfir frábæra vinnustaði á Íslandi, bæði meðal stórra og lítilla fyrirtækja. GPTW er alþjóðleg stofnun um vinnustaðamenningu og hefur gefið út topplista yfir bestu fyrirtæki landsins undanfarin fjögur ár. CCP er í efsta sæti yfir stór fyrirtæki hjá GPTW, AÞ Þrif er í öðru sæti og í því þriðja er DHL. Smitten er í efsta sæti yfir lítil fyrirtæki, Kolibri er í öðru sæti og Sahara í því þriðja, eins og kemur fram í tilkynningu.


,,Ég er mjög ánægð með hvernig Great Place To Work hefur verið að festa sig í sessi hér á landi. Sumir viðskiptavina okkar eru á öðru, þriðja eða jafnvel fjórða ári í samstarfi með okkur og það er dásamlegt að fræðast um hvernig þeir nota gögnin úr könnunarniðurstöðum sínum til að bæta vinnustaðinn fyrir starfsfólkið sitt,“ segir Ingibjörg Ýr Kalatschan, viðskiptastjóri Great Place to Work á Íslandi. Fyrirtækið veit­ir ít­ar­lega inn­sýn byggða á gögn­um úr svör­um starfs­fólks­ fyrirtækja sem sýna á hvaða sviðum er verið að gera góða hluti og hvar er þörf á að bæta úr.


,,Það sem við bjóðum upp á er meira en bara merki, það er sértæk innsýn í fyrirtæki sem sýnir nákvæmlega hvernig á að hafa sem mest áhrif á líðan starfsmanna þess. Það sem viðskiptavinir okkar hafa deilt með okkur er ávinningurinn af því að fylgjast með framförum sínum ár eftir ár og árangurinn sem þeir hafa séð hjá sínu fólki í kjölfarið, eins og auknar ráðningar, meiri skuldbindingu og meira stolt af vinnustað sínum.


Að gera vinnustaðamenninguna að mikilvægum hluta af vörumerki fyrirtækis er eitthvað sem vottun okkar hjálpar til við og aðgreinir mannauð sem mikilvægan þátt í vexti þess. Við eigum enn meira í vændum fyrir árið 2024 og inn í 2025 líka.


Framtíðin er björt fyrir Great Place To Work á Íslandi og ótrúlega viðskiptavini okkar,“ segir Ingibjörg.

Nánar
13. apríl 2025
AÞ-Þrif skipar nú efsta sætið á nýjum lista Great Place To Work á Íslandi yfir Frábæra vinnustaði fyrir konur 2025 í flokki stærri fyrirtækja og er þetta annað árið í röð sem fyrirtækið hlýtur þessa vottun. AÞ-Þrif er þjónustufyrirtæki sem sér um allar almennar hreingerningar hjá fyrirtækjum og stofnunum af öllum stærðum og gerðum; allt frá skólum upp í gagnaver. Fyrirtækið er á meðal þeirra stærstu hér á landi í þessari atvinnugrein og hjá því starfa nú um 250 manns, þar af eru hátt í 70% konur og 90% starfsfólks er af erlendum uppruna og kemur frá yfir 30 þjóðlöndum.
6. mars 2025
Great Place to Work hefur birt nýjan lista yfir Frábæra vinnustaði fyrir konur™ á Íslandi. Listinn inniheldur fyrirtæki sem vilja tryggja eðlilegt jafnvægi milli kvenna og karla á öllum sviðum; ryðja úr vegi hindrunum fyrir þróun kvenna í starfi og skapa vinnuumhverfi þar sem allt starfsfólk, óháð kyni, getur blómstrað.
9. febrúar 2025
Great Place to Work hefur birt nýjan lista yfir Frábæra vinnustaði fyrir vellíðan starfsfólks™ á Íslandi. Listinn inniheldur fyrirtæki sem hafa náð árangri í að láta starfsfólk sitt upplifa mikla vellíðan á sínum vinnustað.
13. desember 2024
Ef þú ert sérfræðingur í mannauðsmálum veistu hversu mikilvægt er að gera kannanir meðal starfsfólksins. Þú veist líka að það er hægt að gera of mikið af því góða. Þú ert réttilega varkár og jafnvel er smá ótti í þér við að keyra of margar starfsmannakannanir. Kannski ertu meira að segja að íhuga nýjan hugbúnað fyrir starfsmannakannanir til að straumlínulaga ferlið og mæta betur þörfum fyrirtækisins.
Show More