Uppgangur gervigreindar gefur fyrirheit um breytingar á lífi vinnandi fólks um allan heim.
Evrópa er varnarlausari fyrir sundrungu sem gervigreind skapar, samkvæmt skýrslu frá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Þróuð lönd með upplýst starfsfólk verða fyrir meiri áhrifum af uppgangi skapandi
gervigreindar, en eru jafnframt færari um að nýta sér tæknina til að auka framleiðni og
skapa ný fyrirtæki.
Evrópskt vinnuafl er hugsanlega ekki klárt í bátana
Aðeins þriðjungur starfsfólks (34%) á dæmigerðum evrópskum vinnustað segir að það
sé spennt fyrir því að nota gervigreindarverkfæri í vinnunni, samkvæmt markaðskönnun
meðal meira en 26.000 evrópskra starfsmanna sem framkvæmd var af Great Place To
Work®. Örlítið færri (25%) sögðu að þeirra fyrirtæki væru að fjárfesta verulega í getu
þeirra til að nýta sér gervigreind.
Lítið traust getur mögulega hamlað innleiðingu á nýrri tækni eins og gervigreind,
samkvæmt Edelman´s 2024 Trust Barometer. Í könnun meðal meira en 32.000
svarenda kom í ljós að fólk alls staðar að úr heiminum er næstum tvöfalt líklegra til að
segja að nýsköpun sé illa stjórnað frekar en vel stjórnað.
Hvernig geta fyrirtæki byggt upp traust til að flýta fyrir stafrænni umbreytingu og
uppskorið hollustu starfsfólks? Fyrirtæki sem komust á listann Fortune 100 Best
Companies to Work For in Europe™ List fyrir árið 2024, bjóða upp á ómetanlega
innsýn.
„Þrátt fyrir þær efnahagslegu áskoranir sem þau standa frammi fyrir, fundu þessi
fyrirtæki leiðir til að veita sínu fólki meiri stuðning og leggja grunn að trausti sem skiptir
sköpum fyrir velgengni fyrirtækja á næstu árum,“ segir Michael C. Bush, alþjóðlegur
forstjóri Great Place To Work.
Þegar fyrirtæki á listanum eru borin saman við dæmigerðan evrópskan vinnustað, draga
mælingar á sanngirni fljótt fram skarpar andstæður.
Hjá þeim 100 bestu, segja 78% starfsfólks að stöðuhækkanir séu sanngjarnar,
samanborið við aðeins 37% starfsfólks sem sögðu hið sama á dæmigerðum evrópskum
vinnustað. Fleira starfsfólk fyrirtækjanna á listanum sagði ennfremur að það fengi
sanngjarna hlutdeild í hagnaði fyrirtækisins (70% samanborið við 36% á dæmigerðum
vinnustöðum) og að stjórnendur í þeirra fyrirtæki forðist að gera mannamun (81% á móti
aðeins 43% hjá dæmigerðum fyrirtækjum).
Þegar fleira starfsfólk telur sinn vinnustað vera sanngjarnan, eru fyrirtæki líklegri til að
tileinka sér gervigreindarverkfæri fljótt og vel og dafna á tímum gervigreindar. Þar sem
vinnandi fólk er uggandi yfir því hvernig gervigreind muni hafa áhrif á þeirra störf eða
takmarka möguleikana til þróunar í starfi, munu fyrirtæki sem sannanlega eru með
óhlutdrægar stöðuhækkanir á sinni afrekaskrá hafa fleira starfsfólk sem er til í að taka
áhættuna á innleiðingu gervigreindar.
Tengingin er einnig skýr í gögnunum. Í markaðsrannsókninni meðal 26.000 evrópskra
starfsmanna, þegar þeir sagði að stöðuhækkanir hjá þeirra fyrirtæki væru veittar á
sanngjarnan hátt, voru 29% líklegri til að vera spennt fyrir því að nota gervigreindartæki.
Á sama hátt, þegar starfsmenn sögðust fá tækifæri til þjálfunar og faglegrar þróunar,
voru þeir 30% líklegri til að vera spenntir fyrir því að nota gervigreindarverkfæri.
Svona eru fyrirtæki sem komust á listann að byggja upp sterk tengsl við starfsfólk sem
leiðir til meiri lipurðar og seiglu í öllu fyrirtækinu:
Hefur starfsfólk með sömu grunnlaun jafnframt sömu möguleika á að vinna sér inn
bónusa? Frábærir vinnustaðir tryggja að hver og einn starfsmaður fái notið ávinnings af
starfseminni.
Þegar starfsfólk trúir því að það fái sanngjarnan hlut af hagnaði fyrirtækisins, á það meiri
persónulega hagsmuni af aukinni framleiðni og bættri frammistöðu sem ný AI-tækni
gefur fyrirheit um.
Cisco, fjölþjóðlegt fyrirtæki sem er númer 5 á listanum, endurskoðar reglulega sitt
þóknunarkerfi og vinnur hratt að því að fylla í eyður. Jafnlaunakerfi fyrirtækisins horfir til
auka ávinnings fyrir starfsfólk, þar á meðal stöðuhækkana, bónusa og þóknunar í formi
hlutabréfa.
Sanngjörn laun þýðir ekki að allt starfsfólk fái sömu laun. Frábær fyrirtæki hugsa ítarlega
um kosti þess að vinna fyrir félagið og endurmeta stöðugt kerfi sem virka ekki fyrir
starfsfólkið og markmið þeirra.
Frábærir vinnustaðir bjóða upp á menningu stöðugrar þjálfunar og þróunar sem tryggir
að allt starfsfólk hafi tækifæri til að læra inn á gervigreind og vaxa inn í glæný hlutverk
með gervigreindartækni.
Þegar starfsmenn geta boðið sig fram í krefjandi verkefni, eða gengið til liðs við
mismunandi teymi, hafa þeir fleiri tækifæri til að öðlast nýja hæfni og þróa starfsferil
sinn. Slík reynsla getur einnig haft mikið að segja varðandi stöðuhækkanir og stuðlað að
jöfnuði í fyrirtækinu.
Hjá DHL Express, fjölþjóðafyrirtæki númer 1 á listanum, getur starfsfólk tekið þátt í
vinnustofum sem leiðbeina því við að skoða sitt fyrra vinnuframlag og þróa áætlun um
starfsframa. Starfsfólkið hefur einnig aðgang að 360 gráðu endurgjöf, tól sem sem
safnar endurgjöf frá stjórnendum, jafningjum, undirmönnum og viðskiptavinum til að
hjálpa einstaklingum að vaxa í starfi sínu. Endurgjöfin er afhent og útskýrð af þjálfuðum
leiðbeinendum og starfsfólk getur í samvinnu við yfirmann sinn gert samhæfða áætlun
um þróun í starfi og markmiðasetningu.
Það er mikilvægt fyrir fyrirtæki að huga einnig að því hverjir eiga erfiðara með að fá
aðgang að tækifærum í fyrirtækinu.
Hjá Cadence, fjölþjóðlegu fyrirtæki númer 20 á listanum, er markvissri þróunaráætlun
beint að konum í fyrirtækinu með þjálfun og leiðbeinendaprógramm hjálpar til við að
tengja fólk við leiðbeinanda sem getur opnað dyr og hjálpað þeim að koma
starfsferlinum á flug
Starfsfólk vill vita hvernig gervigreind mun hafa áhrif á þau. Frábærir vinnustaðir tryggja
að starfsfólk sé þjálfað og sátt að ræða hvernig gervigreind verði notuð í vörum og
verkferlum.
Hjá Salesforce, fjölþjóðlegu fyrirtæki númer 11 á listanum, voru allir starfsmenn krafðir
um að ljúka vottunarprógrammi til að læra hvernig á að tala um gervigreind og þá
nýsköpun sem í gangi var hjá fyrirtækinu. Innan tveggja mánaða frá því að áætlunin var
á laggirnar höfðu 92% alls starfsfólks lokið þjálfuninni.
Samt sem áður, þá ætti samtal um gervigreind að fara í báðar áttir. Frábær fyrirtæki
ættu að bjóða upp á ýmsar leiðir fyrir starfsfólk til að deila viðbrögðum sínum með
stjórnendum.
Starfsfólk Salesforce tekur þátt í 15 mínútna könnun um upplifun sína tvisvar á ári.
Fyrirtækið gerir síðan niðurstöður könnunarinnar aðgengilegar öllu starfsfólki, hluti af
skuldbindingu um gagnsæi sem skilar sér í 80% þátttökuhlutfalli. Starfsfólk getur síað
niðurstöður eftir staðsetningu, stjórnanda, könnunarspurningu og fleiru, sem opnar möguleikann á dýpri samtölum um hvað Salesforce er að gera vel og hvar það getur
bætt upplifun starfsfólks.