Viðurkenningar starfsfólks og liðsfagnaðir: Hvers vegna það er mikilvægt fyrir árangur liðsheildar að fagna merkum áföngum
13. desember 2024

Hvernig þið fagnið sameiginlegum árangri styrkir áform ykkar um vinnustað þar sem ríkir mikið traust og fólk er í fyrirrúmi.


Þegar þið gefið ykkur tíma til að fagna afrekum eins og að hljóta 
Great Place To Work® Vottun™, þá eruð þið að gera meira en einungis að efla starfsandann. Þið eruð að senda skýr skilaboð: Við tökum eftir þér, við metum þig að verðleikum og saman erum við óstöðvandi.


Að skapa viðurkenningarmenningu snýst ekki bara um góðan fíling. Það snýst um að skapa lifandi menningu með fólk í fyrirrúmi sem endurómar á öllum sviðum fyrirtækisins. Að fagna þessum augnablikum byggir upp gleði, félagsanda og djúpa tilfinningu fyrir stolti og því að tilheyra sem skilar sér í meiri þátttöku og vellíðan fyrir alla. 


Tökum
Sheetz (Bensínstöð) sem dæmi, þar sem gleði og viðurkenningar eru hluti af daglegri rútínu. Þau eru með sitt „Show the Love Toolkits“, fullt af skrítnum spjöldum og persónulegum hrósmiðum sem láta sérhvern liðsmann upplifa sig metinn að verðleikum.


Þetta snýst ekki bara um að fagna stóru sigrunum heldur að upplifa hvern dag aðeins sérstakari. Og þegar „March Madness“ rennur upp, dettur allt fyrirtækið í „Sheetz Bracketz Challenge“ – því stundum þarf bara að skjóta aðeins á körfuna til að byggja upp liðsanda.


Hjá
The Cheesecake Factory (Veitingastaður), fagna þau áfangasigrum með því að breyta þeim í listform. Hvort sem það er vikulöng þakklætishátíð fyrir teymið, sneisafull af leikjum og gjöfum, eða einstök þakklætishandbók sem hefur að geyma nýstárlegar hugmyndir að fagnaði og er deilt á milli staða.


Hver veitt er viðurkenning er þráður sem fléttar liðið þéttar saman og skapar vef þakklætis sem allir fá að vera hluti af. Slíkar hyllingar ljá vinnustaðnum smitandi orku sem lætur alla meðlimi teymisins upplifa sig sem hluta af einhverju sem er stærra en þau sjálf.


Hjá Sheetz breytir hið árlega
SheetzFEST áralangri þjónustu í hátíð þar sem komið er fram við starfsfólkið líkt og stjörnur í þakklætisskyni fyrir hollustu þess. Þetta bætir ekki einungis starfsandann heldur festir í sessi menningu hollustu og þakklætis sem gerir það að verkum að öll leggja sig fram við að gera sitt besta.


Hvers vegna skiptir máli að glæða menningu ykkar með því að fagna og veita starfsfólki viðurkenningar


  • Það eykur virkni: Þegar starfsfólk sér framlagi sínu fagnað styrkir það tengsl þeirra við fyrirtækið, eykur virkni og almenna vellíðan.
  • Skemmtilegri vinnustaður: Að halda upp á eitthvað veitir gleði inn í vinnudaginn, brýtur upp rútínu og eflir félagsandann.
  • Ýtir undir stolt og gildi: Að viðurkenna afrek, stór og smá, styrkir starfsfólk í þeirri vissu að það sé mikilvægur hluti af teyminu.

Praktískar leiðir til að gera starfsfólki glaðan dag


  • Opinber viðurkenning: Gerið viðurkenningar skemmtilegar og sýnilegar, rétt eins og hjá Sheetz, þar sem stjórnendur nota „Show the Love Toolkits“ fyrir persónubundið hrós. Opinber viðurkenning getur verið eins glæsileg og viðburður um allt fyrirtækið eða eins einföld og hrós á starfsmannafundi.
  • Óformlegur fögnuður: Takið síðu úr leikjabók Sheetz með óvinnutengdri skemmtun eins og „March Madness Bracketz Challenge“, sem ekki bara fagnar heldur byggir einnig upp liðsanda í samhengi sem er hrein skemmtun.
  • Að segja sögur: Hjá FirstService Residential, snýst „FirstCall“ prógrammið ekki bara um að deila leikmunum, það snýst um að láta hljóðnemann ganga á milli. Á hverjum þriðjudegi, í ávarpi til allra í fyrirtækinu, deilir teymið sögum af samstarfsfólki sem hefur lagt sig fram – sögur sagðar af þeim sem þekkja þau best: jafningjum þeirra. Þetta gerir viðurkenningar lýðræðislegar þar sem kastljósið er á flakki um fyrirtækið og fagnar fjölbreyttu framlagi í rauntíma.
  • Tímamótaviðburðir: SheetzFEST er eftirbreytnivert til að fagna hollustu og skuldbindingu, sýna þakklæti með tveggja nátta fríi á gististað og allt innifalið, sem endurspeglar hversu djúpt fyrirtækið metur hollustu starfsfólksins.
  • Jafningi kemur á óvart: Hjá Cheesecake Factory sér svokallað „Fun Squad“ um að halda gleðinni á lofti. Þau skipuleggja „Random Acts of Fun“ og koma starfsfólkinu á óvart með t.d. uppáhalds namminu þeirra eða kaffihressingu. Þessar skemmtilegu uppákomur, sem eru í samráði við stjórnendur en alltaf óvæntar, eru til vitnis um vinnustaðamenningu sem einkennist af sjálfsprottnu þakklæti og lifandi félagsanda.


Þegar starfsfólk upplifir sig tengt við tilgang fyrirtækis og árangur, eykur það skuldbindingu þess, virkni og vellíðan.

„Það mikilvægasta sem ber að halda upp á eru gildi fyrirtækisins og hvernig fólk hjálpar fyrirtækinu að ná tilgangi sínum,“ segir Michael C. Bush, forstjóri Great Place To Work.


Að tengja fagnaði við gildi fyrirtækis


  • Styrkið gildin: Fagnaðir eru kjörið tækifæri til að beina athygli að og styrkja grunngildi og tilgang fyrirtækisins.
  • Stöðugar umbætur: Hjá Cheesecake Factory snúast fagnaðir einnig um að læra og deila í gegnum handbókina um þakklæti, sem safnar nýstárlegum hugmyndum að viðurkenningum frá ýmsum starfsstöðvum, slíkt elur af sér menningu stöðugra umbóta.


Bestu starfsvenjur til að fagna tímamótum á vinnustað


  • Sérsniðnir fagnaðir: Sérsníðið fagnaði til að falla að fjölbreyttri menningu og ólíkum óskum innan teymisins. Hvort sem um er að ræða samkomu þar sem fólk mætir í eigin persónu eða viðburð á netinu, gætið þess að höfða til allra og hafa öll með.
  • Tengið við kjarnagildi: Samþættið fagnað við lykilþemu í vinnustaðamenningu eins og nýsköpun eða samfélagsverkefni. Til dæmis notar The Cheesecake Factory árlega þakklætishátíð teymisins ekki aðeins til að dekra við starfsfólkið heldur einnig til að efla tilfinningu þess fyrir því að vera metið þvert yfir fyrirtækið.
  • Viðburðir tengdir árstíðum og arfleifð: Notið tilefni eins og mánuði tengda menningararfi eða jafnvel skemmtilega frídaga til að tengja fagnaði við víðtækari samfélagsboðskap.


Með því að hlúa að fagnaðarstemningu skapa fyrirtæki eins og FirstService, Sheetz og The Cheesecake Factory ekki bara frábæran vinnustað; þau byggja upp samfélag þar sem hver einstaklingur öðlast viðurkenningu, ekki aðeins fyrir störfin sem þau sinna, heldur fyrir hversu frábærir einstaklingar þau eru. Þessi nálgun er lyftistöng fyrir starfsanda jafnt sem frammistöðu og knýr áfram bæði persónulega velgengni og árangur fyrirtækisins.


Til að koma ykkar eigin hátíðahöldum strax af stað, fræðist um hvernig ykkar vinnustaður getur unnið sér inn Great Place To Work vottun. Gangið síðan í lið með okkur með því að fagna á
Certification Nation Day, þar sem fyrirtæki með sambærilegt hugarfar koma saman til að deila sínum.


Breytið innsýn í vinnustaðamenningu í árangur í viðskiptum. Leyfið Trust Index™ könnuninni að leiða í ljós dulda styrkleika og tækifæri til vaxtar á ykkar vinnustað. Byrjið umbreytinguna strax í dag → Byrja núna


13. apríl 2025
AÞ-Þrif skipar nú efsta sætið á nýjum lista Great Place To Work á Íslandi yfir Frábæra vinnustaði fyrir konur 2025 í flokki stærri fyrirtækja og er þetta annað árið í röð sem fyrirtækið hlýtur þessa vottun. AÞ-Þrif er þjónustufyrirtæki sem sér um allar almennar hreingerningar hjá fyrirtækjum og stofnunum af öllum stærðum og gerðum; allt frá skólum upp í gagnaver. Fyrirtækið er á meðal þeirra stærstu hér á landi í þessari atvinnugrein og hjá því starfa nú um 250 manns, þar af eru hátt í 70% konur og 90% starfsfólks er af erlendum uppruna og kemur frá yfir 30 þjóðlöndum.
6. mars 2025
Great Place to Work hefur birt nýjan lista yfir Frábæra vinnustaði fyrir konur™ á Íslandi. Listinn inniheldur fyrirtæki sem vilja tryggja eðlilegt jafnvægi milli kvenna og karla á öllum sviðum; ryðja úr vegi hindrunum fyrir þróun kvenna í starfi og skapa vinnuumhverfi þar sem allt starfsfólk, óháð kyni, getur blómstrað.
9. febrúar 2025
Great Place to Work hefur birt nýjan lista yfir Frábæra vinnustaði fyrir vellíðan starfsfólks™ á Íslandi. Listinn inniheldur fyrirtæki sem hafa náð árangri í að láta starfsfólk sitt upplifa mikla vellíðan á sínum vinnustað.
13. desember 2024
Ef þú ert sérfræðingur í mannauðsmálum veistu hversu mikilvægt er að gera kannanir meðal starfsfólksins. Þú veist líka að það er hægt að gera of mikið af því góða. Þú ert réttilega varkár og jafnvel er smá ótti í þér við að keyra of margar starfsmannakannanir. Kannski ertu meira að segja að íhuga nýjan hugbúnað fyrir starfsmannakannanir til að straumlínulaga ferlið og mæta betur þörfum fyrirtækisins.
Show More